Eva Sóley Guðbjörnsdóttir - Úr fótboltalandsliðinu í fjármálastýruna - a podcast by Alfa Framtak ehf.

from 2019-08-30T09:00

:: ::

Gestur þáttarins er Eva Sóley Guðbjörnsdóttir. Eva er í dag fjármálastjóri Icelandair Group og var þar á undan fjármálastjóri Advania, eins stærsta upplýsingatæknifyrirtækis landsins. Hún hefur einnig verið varaformaður bankaráðs Landsbankans og í stjórn Skeljungs.

Eva var ung komin á ábyrgðarstöður og aðeins 28 ára gömul var hún gerð að fjármálastjóra Kaupþings eftir hrun bankans. Þar þurfti hún að eiga við ágenga erlenda kröfuhafa sem svifust einskis til að hafa upp á henni og ná fram sínum hagsmunum.

Eva starfaði einnig um tíma sem sjálfstæður ráðgjafi þar til einn fremsti „hausaveiðari“ landsins gaf henni eftirminnileg ráð sem olli því að hún skipti um stefnu á sínum starfsferli.

Í fyrri part viðtalsins ræddum við um sameiginlega reynslu okkar af viðskiptanámi í Bandaríkjunum og árin sem við unnum hjá Kaupþing fyrir hrun. Í síðari hluta viðtalsins ræðir Eva vel heppnaða rekstrarumbreytingu Advania og þær áskoranir sem Icelandair stendur frammi fyrir. Loks gefur Eva frábær ráð fyrir fólk sem vill fóta framabrautina í viðskiptalífinu og þá einkum fyrir ungar metnaðarfullar konur. 

Further episodes of Alfa hlaðvarp

Further podcasts by Alfa Framtak ehf.

Website of Alfa Framtak ehf.