Sigurlína Ingvarsdóttir - Bakvið tjöldin hjá Star Wars, FIFA og EVE Online - a podcast by Alfa Framtak ehf.

from 2019-10-25T08:00

:: ::

Það er líklega enginn Íslendingur sem hefur komið að gerð fleiri vinsælla tölvuleikja en viðmælandi okkar í þessum þætti hún Sigurlína Ingvarsdóttir. 

Þetta ferðalag hefur tekið hana frá Reykjavík til Malmö, Stokkhólms, Vancouver og núna Los Angeles. Flestir hafa eflaust spilað einhvern tölvuleik sem Lína hefur komið að hönnun á. 

Vegferðin hófst hjá CCP en svo dróst hún til fyrirtækisins Dice þar sem hún fékk tækifæri lífs síns að þróa tölvuleikinn Star Wars Battlefront. Þar vann hún náið með Disney og er í fámennum hópi fólks sem hafa fengið að fara á búgarðinn hans George Lucas, þar sem finna má ótal hluti úr öllum Star Wars myndunum allt frá árinu 1977. 

Lína flutti sig svo vestur um haf er hún var ráðin til EA Sports að vinna við FIFA tölvuleikinn. Líkt og þegar hún réð sig til CCP og vissi ekkert um tölvuleiki, þá vissi hún ekkert um fótbolta. Hún fann þó sína leið og innleiddi ýmsar betrumbætur á FIFA leiknum sem hafa stuðlað að víðari útbreiðslu leiksins. 

Nýlega gekk hún til liðs við sprotafyrirtækið Bonfire Studios sem er stofnað af yfirhönnuði World of Warcraft of fjármagnað af hinum virta sprotasjóð Andreessen Horowitz. 

Við Lína þurftum að kallast á milli heimsálfa með hjálp Skype. Viðtalið var því smá tíma að detta í flæði og örlitlar hljóðtruflanir í upphafi.  Í fyrri hluta viðtalsins förum við yfir sögu Línu hvernig hún rataði inn í heim tölvuleikja og í lok viðtalsins deilir hún gagnlegum ráðum fyrir þá sem hafa áhuga á því að ná því besta fram úr sjálfum sér í leik og starfi. 

Njótið vel  

Further episodes of Alfa hlaðvarp

Further podcasts by Alfa Framtak ehf.

Website of Alfa Framtak ehf.