Litir vorsins - Mark Hollis og Talk Talk - a podcast by RÚV

from 2019-03-08T11:00

:: ::

08.03. 2019 Enski tónlistarmaðurinn Marks Hollis andaðist þann 25. febrúar síðastliðinn, 64ra ára að aldri. Hollis var forsprakki hljómsveitarinnar Talk Talk sem naut mikilla vinsælda en ekki síður virðingar á níunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin var starfrækt í tíu ár og gaf á ferli sínum út fimm plötur, á þeim tíma þróaðist tónlistin frá aðgengilegu synta-poppi til tilraunakenndrar tónlistar þar sem saman komu áhrif úr ýmsum áttum, meðal annars frá jazztónlist og klassískri tónlist. Síðustu tvær plötur hljómsveitarinnar hafa löngum þótt marka upphaf tónlistarstefnu sem kennd er við post-rokk, plöturnar voru lítt til vinsælda fallnar á sínum tíma, en hafa í seinni tíð verið hafnar til skýjanna af tónlistaráhugafólki út um allan heim. Mark Hollis gaf út eina sólóplötu árið 1998, plötu sem margir hafa miklar mætur á, en yfirgaf síðan sviðsljósið. Litir vorsins er hlaðvarpsþáttur sem helgaður er Talk Talk, Mark Hollis og merkum ferli hans. Þórður Helgi Þórðarson lítur um öxl og ræðir við þá Arnar Eggert Thoroddsen og Eirík Guðmundsson. Umsjón: Þórður Helgi Þórðason, Eiríkur Guðmundsson og Dr. Arnar Eggert Thorodssen

Further episodes of Gleymdar perlur áttunnar

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV