Kafli II - Attack of the Clones - a podcast by RÚV

from 2019-11-01T07:00

:: ::

Í þessum öðrum þætti fer Geir yfir annan kafla Star Wars sögunnar, Attack of the Clones. Þessi mynd var byltingarkennd fyrir þær tækninýjungar sem hún notfærði sér, en þess ber að geta að hún er ein sú fyrsta sem er alfarið tekin upp stafrænt. Því miður voru viðtökurnar slæmar, rétt eins og með fyrri myndina, þrátt fyrir að viðvera Jar Jar Binks sé töluvert minni nú. Jafnframt er það skoðun manna að rómantíkin í þessari sé á meðal þeirra alverstu í kvikmyndasögunni. Gestir þáttarins, þær Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðamaður og Donna Cruz, kvikmyndaleikkona rýndu í þessa margslungnu mynd með Geir.

Further episodes of Hans Óli skaut fyrst

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV