Kafli III - Revenge of the Sith - a podcast by RÚV

from 2019-11-08T07:00

:: ::

Í þessum þriðja þætti fer Geir yfir þriðja og síðasta kaflann í Star Wars forleiknum (sem sagt kvikmyndirnar sem komu á eftir en samt á undan upprunalegu myndunum þremur), Revenge of the Sith. Það sem sker þessa frá hinum tveimur er að hún fékk mun betri viðtökur og þykir vera á meðal betri Stjörnustríðsmynda sem komið hafa út. Engu að síður er nóg að finna sem kemur í veg fyrir að myndin verði afburðar góð, misgóð samtöl og skrítnar ákvarðanir í handritaskrifum svo fáein dæmi séu nefnd. Þetta og mun fleira rýna gestir vikunnar í með Geir, en það eru þær Ragnhildur K. Ásbjörnsdóttir Thorlacius, lögfræðingur og Bríet Blær Jóhannsdóttir, starfsmaður hjá Søstrene Grene.

Further episodes of Hans Óli skaut fyrst

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV