Fyrirmyndir - a podcast by RÚV

from 2019-08-13T07:00

:: ::

Að hafa einhvern til að líta upp til sem maður tengir við er gríðarlega mikilvægt. Jafnvel svo mikilvægt að skortur á slíkum fyrirmyndum getur gert það að verkum að maður á erfitt með að fóta sig og er smeykur við að vera maður sjálfur. Þessi þáttur er tileinkaður fyrirmyndum, en í honum fær ungur samkynhneigður maður, Alexander Aron Guðjónsson, að hitta sína hinsegin fyrirmynd, sem auðveldaði honum leiðina út úr skápnum. Hver sú fyrirmynd er kemur í ljós í þættinum. Þátturinn er sá þriðji í sex þátta hlaðvarpsseríu um hinseginleikann, sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis Hinsegin daga á Íslandi. Þáttastjórnandi: Ingileif Friðriksdóttir

Further episodes of Hinseginleikinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV