Fyrsti þáttur - a podcast by RÚV

from 2020-04-08T16:06

:: ::

Stefán Halldórsson veltir fyrir sér samspili erfða og umhverfis í þáttunum Hver er ég - og hvers vegna? Engir tveir einstaklingar eru alveg eins - jafnvel ekki eineggja tvíburar. En hvers vegna verður mismunur? Hvað ræður því hvernig hver og einn verður, hvernig mótast persónuleikinn, skapgerðin? Stefán leitar svara víða og ræðir við fagfólk í mörgum fræðigreinum. Stefán er félagsfræðingur og rekstrarhagfræðingur að mennt. Hann hefur um árabil haldið námskeið um ættfræðigrúsk og þar hefur hann ásamt nemendum velt vöngum yfir því hvernig erfðir, svo og aðstæður og reynsla formæðra og forfeðra, hafa mótað afkomendur þeirra.

Further episodes of Hver er ég og hvers vegna?

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV