Heims um ból - a podcast by RÚV

from 2018-12-24T06:25

:: ::

Á þessu ári eru 200 ár síðan jólasöngurinn „Heims um ból" var frumfluttur árið 1818 í Oberndorf í Austurríki. Organistinn Franz Xaver Gruber samdi lagið við ljóð sem presturinn Joseph Mohr orti tveimur árum fyrr. Afmælinu er fagnað með því að söngurinn er fluttur á þýsku í sinni upprunalegu gerð frá 1818: tveir einsöngvarar, kór og gítar, eins og við frumflutninginn. Þá verður „Heims um ból" flutt á ýmsum öðrum tungumálum svo sem spænsku, búlgörsku, japönsku - og auðvitað íslensku. Lesari: Pétur Grétarsson. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Further episodes of Jólaþættir Rásar 1

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV