Fyrsti þáttur - a podcast by RÚV

from 2020-04-08T16:05

:: ::

Ljósufjöll fjallar um flugslysið í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi í apríl 1986. Fimm manns fórust en tveimur var bjargað eftir tíu og hálfrar klukkustundar bið í flakinu. Flugmaður og sex farþegar héldu í leiguflugi frá Ísafirði til Reykjavíkur eftir að áætlunarflugi var aflýst. Flugvélin barðist á móti sunnanáttinni sem þandi sig á leiðinni. Flugmaðurinn lækkaði flugið þegar hann nálgaðist Snæfellsnes, að því virtist, til að forðast ísingu sem settist á vélina. Þá var eins og tröllshrammur rifi í vélina. Umsjón: Halla Ólafsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Further episodes of Ljósufjöll

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV