Orð um að skrifa um hið ógeðfellda, um verðlaun með ljóði í lokin - a podcast by RÚV

from 2019-10-26T16:05

:: ::

Í þættinum er rætt við skáldið Sjón um nýja skáldsögu hans Korngult hár, grá augu. Síðan veltir umsjónarmaður fyrir sér hverjir hinna 13 norrænu höfunda sem tilnefndir eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hverjir hinna 14 sem tilnefndir eru til norrænu barna - og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hreppi þau. Bæði þessi verðlaun auk kvikmynda -, tónlistar - og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs verða afhent í tónlistarhúsinu í Stokkhólmi, þriðjudagiinn 29/10. Undir lok þáttar segir Halla Margrét Jóhannesdóttid ljóðskáld og leikari með meiru frá útgáfuhófi sem hún hélt í Listasafni Einars Jónssonar og skipti þar þar hlutverkum eftir verkefnum þ.e. ljóðskáldsins, útgefandans og góðu vinkonunnar. Halla Margrét les einnig ljóð sitt Heimkoma. Lesari: Anna Marsibil Clausen

Further episodes of Orð um bækur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV