Orð um bækur þar sem karlmennska kemur við sögu - a podcast by RÚV

from 2019-03-09T16:05

:: ::

í þættinum heyrast nokkur brot úr dagskrá sem flutt var í Mengi 7. mars í tilefni af stofnun bókaforlagsins Una útgáfa. Þuríður BlærJóhannsdóttir las kafla úr frásögn Hallgríms Hallgrímssonar Undir fána lýðveldisins sem Una útgáfuhús hefur nýlega endurútgefið. Einnig las Brynja Hjálmsdóttir brot úr ljóði sínu Ok fruman, Elísabet Jökulsdóttir las úr ljóðabók sinni Sjáðu, sjáðu mig það er eina leiðin til að elska mig og Jónas Reynir las verk í vinnslu, Þvottadagar. Þá var í þættinum minnt á að AlÞjóðleg bókmenntahátíð hefst í Reykjavík 24. apríl og sagð frá ítalska rithöfundinum Domenico Starnone sem er gestur hátíðarinnar. Skáldsagan Bönd eftir Starnone er nýkomin út, sagt er frá henni og rætt við þýðandann Höllu Kjartansdóttur. Þá var sagt frá tveimur fyrirlestrum sem fluttir voru á svokölluðu karlakvöldi, kvöldstund um karlabókmenntir sem haldin var í Tryggvaskála á Selfossi af Bókabæjum Árborgar. Fyrirlesarar voru Ásta Kristín Benediktsdóttir og Einar Kári Jóhannsson.

Further episodes of Orð um bækur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV