Orð um bækur eftir konur um konu sem verður forseti, stelpur og fleiri - a podcast by RÚV

from 2020-04-18T16:05

:: ::

Í þættinum er rætt við Guðrúnu Hannesdóttur sem nú hefur þýtt tvær bækur um Dinnu. Þetta eru bækurnar Hamingjudagar og Hjartað mitt skoppar og skellihlær eftir Rose Lagercrantz með teikningum eftir Evu Eriksson. Þá er endurflutt umfjöllun um bókina Ráðuneyti æðstu hamingju eftir Arundhati Roy sem var áður á dagskrá fyrir réttum tveimur árum og rætt við Árna Óskarsson þýðanda bókarinnar. Einnig rætt við Steinunni Sigurðardóttur skáld en bók hennar Ein á forsetavakt sem kom upphaflega út árið 1988 hefur nú verið endurútgefin í tilefni að níutíu ára afmæli Vigdísar. Að lokum flytur Sigurlín Bjarney Gísladóttir ljóð sitt Arfur. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.

Further episodes of Orð um bækur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV