Orð um bækur og fólk á bókmenntahátíð - a podcast by RÚV

from 2019-04-27T16:05

:: ::

Í þættinum Orð um bækur er þvælst um á bókmenntahátíð sem haldin var24. -28. apríl 2019 í Reykjavík. að kvöldi sumardagsins fyrsta hitti þátturinn Nínu Helgadóttur, Védísi Skarphéðinsdóttur, Kristín Ólafsdóttir og systur rithöfundarins Steinunnar Helgadóttur. Einnig heyrðist í tyrkneska rithöfundinum Hakan Günday. Þá var komið við á skyndiviðburði í Bókabúð Pennans Eymundsson í Austurstræti þar sem bóksalinn og útgefandinn Einar Kári Jóhannsson átti samræðu við skáldin Merete Pryds Helle frá Danmörku, Friðgeir Einarsson frá Íslandi og Anuradha Roy frá Indlandi og var rætt sérstaklega í þættinum við þau síðarnefndu sem og við Elísabetu og Lydiu Ósk.Í Veröld þar sem stóð yfir Laxnesþing og afhending alþjóðlegara bókmenntaverðlauna tengdum Halldóri Lasnes var rætt við Einar Má Guðmundsson sem sat í dómnefnd verðlaunanna og Halldór Guðmundsson sem löngum hefur átt sæti stjorn bókmenntahátíðar og hefur fylgst með henni frá upphafi. Í lok þáttarins var svo spjallað við rithöfundana Halldór L. Halldórsson og Sigríði Hagalín Björnsdóttur sem bæði eru gestir bókmenntahátíðar í fyrsta sinn að þessu sinni.

Further episodes of Orð um bækur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV