Orð um bókaumfjöllun á netinu, ljóð um tungumál og sögu ljóðelska konu - a podcast by RÚV

from 2020-11-30T15:03

:: ::

Í þættinum er vafrað á milli streyma á netinu þar sem jólabækurnar eru kynntar. Í þessari samantekt heyrist í Önnu Jóu sem les upp úr bók sinni Hamir í Hannesarholti; í Sverri Norland í streymi bókmenntaumræðna Reykjavíkur Bókmenntaborgar sem í ár koma í staðinn fyrir bókamessu bókmenntaborgarinnar. Það heyrist brot úr samtali Sverris við Ólaf Jóhann Ólafsson um skáldsögu hans Snerting og við Sólveigu Pálsdóttur um bók hennar Klettaborg. Þá heyrist frá streymi Svikaskálda úr Gröndalshúsi frá 19. nóvember síðastliðnum. Kynnir var var Þóra Hjörleifsdóttir og það heyrðist í Arndísi Lóu Magnúsdóttur sem kynnti sína fyrstu bók Taugaboð á háspennulínu; Vigdís Hafliðadóttir las fyrst 3 ljóð bókarinnar. Einnig heyrðiist brot úr í bókabílvarpi Sölku þar sem höfundar sátu í sófa innan við glugga verslunar Sölku. Hér heyrðist Freyr Eyjólfsson ræða við höfunda bókarinnar Vertu þú, þær Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Hjörleifsdóttur. Að lokum var rætt við Dögg Hjaltalín annan eiganda bókaútgáfunnar Sölku. Þá er í þættinum rætt við Arndísi Lóu Magnúsdóttur um bók hennar Taugaboð á háspennulínu og Vigdís Hafliðadóttir les nokkur ljóð úr bókinni sem Una útgáfu hefur einnig gefið út sem hljóðbók. Að lokum er rætt við Hlín Agnarsdóttur um nýja skáldsögu hennar Hilduleika og Hlín les tvö stutt brot úr bókinni.

Further episodes of Orð um bækur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV