Orð um íhugul ljóð, harmglettnar smásögur og Látrabjörgu - a podcast by RÚV

from 2020-11-02T15:03

:: ::

Í þættinum verður sagt frá endurútgáfu bókar Helga Jónssonar um Látrabjörgu sem kom út árið 1949 og það heyrast brot úr upptöku sem gerð var í rafrænum útgáfuföguði bókarinnar. Þar kvað Ragnheiður Ólafsdóttir tvær af vísum Bjargar og Aðalsteinn Eyþjórsson fór með galdur. Einnig heyrðist í ritstjóra endurútgáfunnar Hermanni Stefánssyni og nokkrir tónar frá strengjakvartett Reykjavík Barokk hópsins sem lék largoþátt strengjakvartetts í a moll, op. 3 nr 3 eftir 18. aldar tónskáldið Magdalenu Lombardini Sirmen. Þáheyrast stutt viðtöl við Hermann, Heimi Frey Hlöðversson og Ólöfu Sigursveinsdóttur. Þá er í þættinum rætt við Mariu Ramos um nýja ljóðabók hennar Havana og við Kristján Hrafn Guðmundsson um nýtt smásagnasafn hans Þrír skilnaðir og jarðarför.

Further episodes of Orð um bækur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV