Orð um ljóð, skáldsögu um ást og vísindi og skáldsögu um transungling - a podcast by RÚV

from 2021-05-31T15:03

:: ::

Í þættinum er litið inn í útgáfufögnuð Bjarkar Þorgrímsdóttu sem þann 26. mai fagnaði útgáfu nýrrar ljóðabókar Hún sem stráir augum. Einnig er rætt við Ingibjörgu Hjartardóttur sem nýverið sendi frá sér fimmtu skáldsögu sínaJarðvísindakona deyr og síðast en ekki síst er rætt við Margréti Tryggvadóttur sem 27.mai 2021 tók við Verðlaunum Guðrúnar Helgadóttur fyrir fyrstu skáldsögu sín Sterk sem fjallar um transstelpuna Birtu sem nú er komin til Reykjavíkur til að vera hún sjálf og má komast að raun um að þau eru fleiri í kringum hana sem ekki og kannski aldrei fá tækifæri til að vera þau sjálf og lifa óhrædd og kvíðalaust. Birta flækist með öðrum orðum í alvarlegt sakamál. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir

Further episodes of Orð um bækur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV