Orð um skáld í mótun og um rómantískar gamanbókmenntir - a podcast by RÚV

from 2020-05-30T16:05

:: ::

Í þættinum er fjallað um smásagnasafnið Möndulhalli sem Una útgáfa sendi frá sér í síðusut viku og hefur að geyma 20 smásögur eftir tíu höfunda sem allir stunda meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Rætt er við tvo af höfundunum, þau Hauk Hólmsteinsson og Rebekku Sif Stefánsdóttur og Fanneyju Benjamínsdóttur sem er einn af fimm ritstjórum bókarinnar. Þau Rebekka Sif og Haukur lesa einnig brot úr sögum sínum. Rebekka Sif úr sögunni Opið hús og Haukur úr sögunni Klórförin. Þá er í þættinum rætt við Maríu Rán Guðjónsdóttur og Þorgerði Öglu Magnúsdóttur eigendur bókaútgáfunnar Angústúru um rómantískar gamansögur eins og þær vilja kalla skáldsögur um ungar konur, ævintýri þeirra við að komast áfram í lífinu og finna ástina.

Further episodes of Orð um bækur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV