12.07.2020 - a podcast by RÚV

from 2020-07-12T09:03

:: ::

Sjálfsagt er rétt og skynsamlegt að huga að framtíðinni á öllum tímum. Tímamót af einhverju tagi eru oft hvati til þess. Þau tímamót geta verið af ýmsum toga, í lífi þjóða eða mannkynsins, eða bara persónuleg. Á Rás 1 Ríkisútvarpsins hefur um allmörg ár verið vettvangur fyrir samtal við fræðimenn á ýmsum sviðum á sunnudagsmorgnum. Fyrirkomulag umræðunnar hefur verið þannig, að umsjónarmaður þáttanna hefur fengið kunnáttumann á einhverju ákveðnu sviði til þess að ræða við gesti, aðra sérfróða. Nú er komið að tímamótum í þessu, í júlí og ágúst verða síðustu Samtalsþættir undir stjórn Ævars Kjartanssonar. Hann ætlar að fá til sín gesti til þess að ræða um framtíðina eins og hún blasir við þeim og á þeirra fræðisviði í lok heimsfaraldurs. Hefur veirufaraldur einog Covid -19 áhrif á líf okkar í framtíðnni? Erum við að upplifa raunveruleg tímamót?

Further episodes of Samtal

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV