Erla Hulda Halldórsdóttir - a podcast by RÚV

from 2019-09-15T09:03

:: ::

Einn áhrifamesti hugmyndastraumur samtímans er án efa sá sem í daglegu tali kallast femínismi. Um er að ræða hugmyndafræði sem á rætur aftur í aldir og einkennist framar öðru af fjölbreytileika; orðið „femínismi“ er regnhlífarhugtak yfir mismunandi stefnur og ólíkar áherslur. Hinn sameiginlegi grundvöllur er kvenfrelsisstefna, sú pólitíska eða heimspekilega skoðun að konur eigi ekki síður en karlar að njóta frelsis og jafnréttis í samfélagi manna. Í samtölum við fræðimenn af ýmsum sviðum hug- og félagsvísinda er ætlunin að skoða hvernig femínisminn hefur haft áhrif á fræðastörf, á kennslu og rannsóknir á Íslandi. Spurt verður hverju femínisminn hefur breytt í ástundun fræða og hvernig hann hefur þróast í tímans rás. Umsjónarmenn eru Ævar Kjartansson og Soffía Auður Birgisdóttir.

Further episodes of Samtal

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV