Halldór Guðmundsson - a podcast by RÚV

from 2018-03-25T09:03

:: ::

Á sínum tíma voru helstu rökin fyrir sjálfstæði Íslands sótt í sjálft tungumálið - íslenskuna. Hún væri móðurtungu Norðurlanda og hefði alið af sér bókmenntir sem væru einn af hornsteinum evrópskrar menningar. En hvernig horfir málið við nú einni öld síðar? Menningargróskan hefur að sönnu aldrei verið meiri, en jafnframt er spurt hvernig tungunni muni reiða af í því stöðuga umróti áreita og ögrana sem eru daglegt hlutskipti nútímafólks. Næstu sunnudaga munu þeir Ævar Kjartansson og Pétur Gunnarsson, rithöfundur, fá til sín viðmælendur til að hugleiða stöðu málsins á aldarafmælisári sjálfstæðisins. Gestur þeirra 25. mars verður Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur. Umsjón: Ævar Kjartansson og Pétur Gunnarsson.

Further episodes of Samtal

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV