Samtal um ríkisvald og trúarbrögð - a podcast by RÚV

from 2019-02-17T09:03

:: ::

Trúfrelsi er hluti af hugmyndafræðinni um lýðræðislega stjórnarhætti þar sem allir borgarar njóta sama réttar og eiga aðild að stjórn lands. Lýðræðishugmyndirnar komu fram sem andóf gegn - og lausn undan - aldagömlu fyrirkomulagi þar sem alþýða manna hafði verið undir hælnum á aðalsmönnum og klerkum, jafnt andlega sem líkamlega. Frakkar og Bandaríkjamenn voru fyrstir til að binda borgararéttindi með trúfrelsi í stjórnskipan seint á 18. öld og síðan fylgdu önnur vestræn ríki í kjölfarið; Í Danmörku var trúfrelsi komið á með nýrri stjórnarskrá árið 1849 og það gekk í gildi á Íslandi þegar landinu var sett sérstök stjórnarskrá árið 1874. Guð var nú ekki lengur stjórnmálaafl og á 20. öld aðhylltust flestir spádóma félagsvísindamanna um að vísindi hlytu þá jafnframt að leysa trúarbrögðin af hólmi á öðrum sviðum. Trúarbragðatengdar rannsóknir hafa síðan haft lítil tengsl við almennan þjóðfélags- og stjórnmálaskilning og þær hafa ekki verið hafðar til hliðsjónar við stefnumótun og áætlanagerð. Þvert á þessar spár, hafa trúarbrögð víðast hvar skotið upp kollinum með nýjum hætti síðustu áratugum. Hefur þetta vakið margar þjóðfélagslegar spurningar, sem ekki virðist öllum auðsvarað. Markmið þáttaraðarinnar er að vekja máls á hlutverki ríkisvaldsins á sviði trúarbragða í lýðræðisríkinu Íslandi. Í þættina kemur meðal annars fólk sem þekkir lögin og starfsvettvang trúfélaga og hefur velt fyrir sér samhengi stjórnskipunar og samviskufrelsis.

Further episodes of Samtal

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV