Sólveig Rósa Ólafsdóttir - a podcast by RÚV

from 2020-01-19T09:03

:: ::

Uppruni hugmynda um gróðurhúsaáhrif má rekja a.m.k. um 340 ár aftur í tímann, og um 200 ár eru síðan grunnhugmyndinni var fyrst lýst í sambandi við varmajafnvægi jarðar. Hugmyndir um að bruni jarðefnaeldsneytis gæti aukið styrk gróðurhúsalofttegunda og leitt til hlýnunar komu fram seint á 19. öld og meira en 50 ár eru síðan vísindamenn fóru að vara stefnumótendur við því hlýnun jarðar væri yfirvofandi. Samfara ákafri losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnunar jarðar á síðustu áratugum hafa loftslagsmál fengið aukið vægi og í kjölfar Parísarsamkomulagsins 2015 hefur umræðan mikið snúist um mögulegar lausnir og aðgerðir til að draga úr losun annarsvegar, og hinsvegar hugsanlegar hamfarir takist það ekki. Fjallað er um loftslagsmál í víðu samhengi en þó reynt að fjalla ítarlega um lykilþætti og mögulegar lausnir á vandanum. Meðal þess sem tekið er fyrir er stóra myndin, þ.e. hver sé grundvöllur vísindalegrar þekkingar um gróðurhúsaárhif og þann vanda sem fylgir bruna jarðefnaeldsneytis og annarri losun gróðurhúsalofttegunda. Fjallað er um vísindalegan grundvöll þekkingar á loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra, bæði á landi og í hafi, auk áhrifa á samfélög manna. Hugað verður sérstaklega að lausnum á vandanum, aðgerðum sem þegar hefur verið gripið auk aðgerða sem mögulegar eru. Einnig verður rætt um siðferðileg álitamál tengd loftslagsbreytingum og þróun umræðu á liðnum áratugum. Viðmælendur eru frá vísindasamfélaginu, frá atvinnulífi auk stefnumótenda.

Further episodes of Samtal

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV