Sindri Freysson rithöfundur - a podcast by RÚV

from 2021-06-22T09:05

:: ::

Maður hefur mildast og er kærleiksríkari, ekki jafn dómharður og maður var á þessum árum, segir rithöfundurinn Sindri Freysson. Hann hefur alltaf verið geðprúður og glaðlyndur en hann áttaði sig á því upp úr tvítugu að hann hefði oft verið uppvís að stælum og leiðindum. Í dag nálgast hann fólk af kærleika og virðingu. Sindri Freysson rithöfundur gaf út sína fyrstu bók, ljóðabókina Fljótið sofandi konur, árið 1992. Sex árum síðar hlaut hann Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir skáldsöguna Augun í bænum. Þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í bókmenntaheiminum starfaði Sindri sem blaðamaður, var í sambúð og átti tveggja ára dóttur. Hann stóð sig vel í blaðamennskunni en var ekki viss um að það væri eitthvað sem hann vildi leggja fyrir sig til frambúðar. Hann lýsir sjálfum sér sem geðprúðum og glaðlyndum, eins og hann kveðst hafa verið alla tíð, en segist hafa breyst síðan á þessum árum.

Further episodes of Segðu mér

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV