Genahrifning (e. Genetic Sexual Attraction) - a podcast by RÚV

from 2019-03-04T21:00

:: ::

Genahrifning er lítið rannsakað fyrirbæri sem á sér oft stað þegar fullorðinn einstaklingur hitta barn sitt, systkini, föður eða móður í fyrsta skipti. Fólk upplifir ríka þörf fyrir snertingu, jafnvel kynferðislega, og stundum ákveður fólk að taka saman þrátt fyrir álit samfélagsins. Líkleg ástæða fyrir genahrifningu er að þeir sem alast uppi fjarri genunum sínum fara á mis við heilbrigða genetíska tengslamyndun í uppvextinum. Því er þessi ríka þörf einhvers konar söknuður eftir því sem viðkomandi fékk ekki sem barn. Þetta er eins og að hitta spegilmyndina af sjálfum sér, finna samsvörun í genunum sínum. Talið er að allt að helmingur þeirra sem lenda í þessum aðstæðum upplifi þessar tilfinningar, því er gríðarlega mikilvægt að vekja athygli á þessu, og að láta vita að þetta séu algengar upplifanir. Í þættinum segir Nína frá rannsóknum um genahrifningu, les frásagnir úr íslenskum ævisögum, og spilar brot úr heimildamyndum og skálduðu efni tengt fyrirbærinu. Er þetta sifjaspell? Hvernig er það að lenda í þessu? Er þetta rangt? Lestur: Fannar Arnarsson Fríða Ísberg Tónlist: I Only Have Eyes For You - The Flamingos The Kick Inside - Kate Bush Þú Fullkomnar Mig - Bjartar Sveiflur (upprunalega Sálin hans Jóns míns)

Further episodes of Ástin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV