Höfnun - a podcast by RÚV

from 2019-02-25T21:00

:: ::

Það er nístandi sárt að vera hafnað í ástarsambandi. Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar og jafnvel eyðilagt líf fólks. Í þessum þætti gerir Nína Hjálmarsdóttir tilraun til að skilja þetta magnaða fyrirbæri sem höfnun er í samskiptum. Með hjálp frá Hollywood, nafnlausum sögum frá hugrökku fólki og eigin æsku dregur hún upp mynd sem margir tengja eflaust við. Hún talar við Guðbrand Árna Ísberg sálfræðing sem meðal annars fæst við áföll, skömm og nánd í vinnu sinni. Hvað gerist innra með okkur þegar okkur er hafnað? Af hverju tökum við þessu svona persónulega? Hvernig tengist höfnun okkar eigin sjálfsmati? Og hvernig á maður að komast yfir þetta? Tónlist: Im Abendrot - Richard Strauss Dry Your Eyes - The Streets We Belong Together - Mariah Carey It Ain't Me Babe - Bob Dylan

Further episodes of Ástin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV