Þriðji þáttur - Ástarfíkn - a podcast by RÚV

from 2018-06-11T21:00

:: ::

Lífið er einmannakennd, allt er ómögulegt og það eina sem getur bjargað okkur er að finna manneskjuna sem fullkomnar okkur, og lætur okkur svífa á ástarskýi alla ævi. Mjög óheilbrigð lífsspeki, sem þó hráir mikinn fjölda af fólki. Ástarfíkn er krónísk þörf fyrir rómantíska ást þar sem ástarfíkillinn er með þráhyggju fyrir og er stöðugt að hugsa um ákveðna manneskju eða fantasíu. Hann er með fastmótaða hugmynd um það hvernig maki hans á að vera í stað þess að sjá hvernig hann er. Hvað er ástarfíkn og hvernig tengist hún fantasíum, hvaðan koma fantasíurnar, og erum við öll með vott af ástarfíkn? Heldur þú að ástin sé eins og hún birtist í bíómyndum, tónlist og skáldskap? Hefuru einhverntímann reynt að tala þig inní að elska einhvern, af því þú þurftir á ást að halda? Hvað er lengsti tími sem þú hefur verið ekki í sambandi? Gefuru þér tíma til að syrgja samband áður en þú ferð í næsta samband? Geriru ráð fyrir því að maki þinn láti þér líða ótrúlega elskuðum alltaf, og að þú sért alltaf að deyja úr ást? Í þessum þætti talar Nína um ástarfíkn, rannsóknir, rómantísku útópíuna, tónlist, eigin fantasíur og tekur viðtal við ástarfíkil um hans eigin reynslu. Ef þú telur þig vera ástarfíkil farðu á http://www.slaa.is/ til að fá frekari upplýsingar. Spotifylagalista Nínu með tónlist tengdum ástarfíkn má finna á Spotify Rúvs. ÍTAREFNI Bækur Consuming The Romantic Utopia - Eva Illouz Facing Love Addiction - Andrea Wells Miller Greinar Love Addiction: Definition, Etiology, Treatment - Steve Sussman Podcast https://www.theheartradio.org/ - þættir um ástina

Further episodes of Ástin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV