Flórída - a podcast by RÚV

from 2018-02-18T10:15

:: ::

Fjallað um Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur sem er bók vikunnar. Viðmælendur eru Gauti Kristmannsson og Sigurbjörg Þrastardóttir. Flórída var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna, en áður hefur Bergþóra aðeins gefið út tvær bækur, ljóðabókina Daloon dagar árið 2011 og ljóða- og myndlistarbókina Dagar undrabarnsins eru á enda árið 2013 ásamt Rakel McMahon myndlistarkonu. Flórída er skilgreind sem ljóðabók og hefur líka verið kölluð söguljóð því í henni mynda smáprósar eða prósaljóð samhangandi frásögn af tveimur konum sem hittast í Berlín, fyrrverandi pönksöngkonunni Flórída og ungri íslenskri konu sem er að lokast inni í þráhyggju í kjölfar erfiðrar lífsreynslu. Í bókinni má sjá ýmis þemu, til dæmis óhugnanlegt samhengi lífs og hrörnunar, frjósemi og dauða, og þar er líkaminn í brennidepli, oft sem hrátt og ógeðfellt efni, enda hefur Gauti Kristmannsson, gagnrýnandi Víðsjár, sem verður annar viðmælenda í þættinum á sunnudag, sagt ljóðin sveiflast milli fegurðar og viðbjóðs. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir. (Aftur á laugardag)

Further episodes of Bók vikunnar

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV