Heiða, fjalldalabóndinn - a podcast by RÚV

from 2019-09-08T10:15

:: ::

Bók vikunnar er Heiða, fjalldalabóndinn, ævisaga Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu, skráð af Steinunni Sigurðardóttur. Í bókinni lýsir Heiða uppvexti sínum á Ljótarstöðum, þeirri ákvörðun að taka yfir rekstur búsins og hlutskipti einyrkjans sem þarf ekki aðeins að axla alla ábyrgð á búrekstrinum heldur standa í stríði við orkufyrirtæki sem ásælist land hennar. Gestir þáttarins eru Hlín Agnarsdóttir, leikskáld og rithöfundur, og Arndís Hrönn Egilsdóttir, leikkona. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir.

Further episodes of Bók vikunnar

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV