Lífsspeki kúa - a podcast by RÚV

from 2019-12-08T10:15

:: ::

Lífsspeki kúa, eða The secret life of Cows, er eftir hina bresku Rosamund Young. Höfundur er bóndi sem ákvað, eftir að hafa setið með blaðamanni og rætt um bústörfin á lífræna býlinu sem hún tók við af foreldrum sínum, að tími væri komin til að setjast niður og skrásetja sögurnar af kúnum sem hún ræktar. Þar rekur hún sögu kúnna á bænum Kite's Nest nærri Oxford. Í bókinni dregur Young upp mynd af hegðun kúnna, sem eru jafn mismunandi og manneskjur. Þær eru bráðgáfaðar, tregar, vingjarnlegar, tillitssamar, frekar, feimnar o.s.frv. Hún þekkir hverja einustu skepnu með nafni, kann ættartölur þeirra og þekkir langanir þeirra og þrár. Útgáfusaga Lífsspeki kúa er merkileg því Young skrifaði bókina árið 2003 og fékk hana gefna út sem hálfgerðan bækling af litlu landbúnaðarforlagi í Englandi, sem einskonar varnarræðu fyrir beljurnar og fyrir búskap þar sem dýrin fengju gott atlæti. Árið 2006 skrifaði hinn þekkti breski höfundur Allan Bennett um Lífsspeki kúa í dagbók sína sem hann birti á internetinu og sagði að bókin „hreinlega breytti sýn hans á heiminn.“ Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Further episodes of Bók vikunnar

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV