Veröld sem var - a podcast by RÚV

from 2018-04-08T10:15

:: ::

Í bókinni Veröld sem var segir austuríski rithöfundurinn Stefan Zweig ævisögu sína. Stefan Zweig var gyðingaættar og fæddur inn fjölskyldu í góðum efnum í Vínarborg, höfuðborg austuríska keisaradæmisins árið 1881 og lést að eigin vilja í útlegð í Brasilíu árið 1942. Á sextíu ára ævi sinni lifði Stefan Zweig hrun Evrópu og tvær heimsstyjaldir og hafði verið í útlegð í þremur löndum. Veröld sem var er síðasta verkið sem Stefan Zweig vann að og kom út að honum látnum í samvinnu sænsks og bresks forlags árið 1942. Undirtitill þessarar sjálfsævisögu skáldsins er saga Evrópumanns enda var Zweig ákafur Evrópu - og friðarsinni. Gestir þáttarins, Freyja Gunnlaugsdóttir klarinettuleikari og Jón Bjarni Atlason þýðandi, ræða um Veröld sem var eftir Stefan Zweig í þýðingu Halldórs J. Jónssonar og Ingólfs Pálmasonar. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir.

Further episodes of Bók vikunnar

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV