Lonnie Johnson fyrsti þáttur - a podcast by RÚV

from 2008-10-15T10:13

:: ::

Fyrsti þáttur um gítarleikarann Lonnie Johnson, sem varfrá New Orleans. Hann lærði að spila á fiðlu, en tók sjáflur upp á því að læra á gítar, banjo, mandolin, paníó, orgel og bassa. Hann starfaði með strengjasveit föður síns frá 14 ára aldri og síðan tóku aðrar hljómsveitir við. Hann var í hópi tónlistarmanna sem sendir voru á vegum Bandaríkjastjórnar til að skemmta bandarískum hermönnum á vígvöllum Evrópu undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar hann snéri heim til New Orleans 1919 komst hann að því að foreldrar hans og 11 systkini höfðu látist af völdum spænsku veikinnar 1918. Aðeins einn bróðir hans komst að fyrir utan hann sjálfan og héldu þeir nánu sambandi næstu árin.

Further episodes of Brot af eilífðinni

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV