Enski boltinn - Blessun í dulargervi - a podcast by Fotbolti.net

from 2023-05-16T14:36

:: ::

Titilbaráttan í ensku úrvalsdeildinni er búin þó að staðfest sviginn sé ekki mættur. Gummi, Steinke og Hlynur Valsson fóru yfir leiki helgarinnar í Enski boltinn hlaðvarpinu.

Arsenal tapaði stórt gegn Brighton á heimavelli um helgina á meðan Manchester City fór illa með Everton. City hefur verið óstöðvandi síðustu vikur og eru að sanna sig sem eitt besta lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.Á meðan er Brighton eitt skemmtilegasta lið deildarinnar. Kannski var það blessun í dulargervi fyrir félagið að Graham Potter tók við Chelsea því Roberto De Zerbi hefur lyft liðinu upp á nýtt plan.

Rætt var um leiki helgarinnar og ýmislegt annað í hlaðvarpinu. Meðal annars var rætt um þær fréttir að Mauricio Pochettino sé að taka við Chelsea og að Julian Nagelsmann sé ekki að taka við Tottenham.

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net