Enski boltinn - Stöðnun hjá United og ömurleg líðan gegn West Ham - a podcast by Fotbolti.net

from 2022-03-08T20:33

:: ::

Umferðinni í enska boltanum lauk með stórsigri Tottenham gegn Everton. Risaleikur umferðarinnar var á Etihad á sunnudag, City liðið sýndi mikla yfirburði og þá sérstaklega í seinni hálfleik!

Þátturinn í dag var smá litaður af því að Blikinn Andri Rafn Yeoman ræddi um sína menn í Brighton og fá hlustendur innsýn inn í hlutina á Amex. Það var Blikaþema því Adam Örn Arnarson var hinn gesturinn. Adam er stuðningsmaður Liverpool og fóru Blikarnir yfir umferðina með Sæbirni Steinke.Coutinho, Dan Burn, Kiddi Jóns eða Reece James, Martin Ödegaard, posession og xG hjá Brighton, Harry Maguire og margt fleira til umræðu í þættinum.

Síðustu mínúturnar er aðeins spáð í spilin fyrir risaleik Real Madrid og PSG og í blálokin er smá Blikatal.

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net