Enski boltinn - Vantar nýjan þjálfara og drulla mönnum burt - a podcast by Fotbolti.net

from 2022-01-17T17:40

:: ::

Umferðinni í ensku úrvalsdeildinni lauk í gær, átta leikir af tíu fóru fram - tveimur var frestað út af svolitlu.

Sæbjörn Steinke fékk þá Arnór Gauta Ragnarsson og Sigurð Gísla Bond Snorrason til að gera upp helgina með sér og ræða stóru málin.Benítez var látinn fara frá Everton, Manchester United tapaði niður tveggja marka forskoti, Manchester City vann stórleikinn, Liverpool kláraði Brentford og Leeds lagði West Ham á útivelli.

Arnór er stuðningsmaður Southampton og ræddi um hvers vegna. Bond er stuðningsmaður Man Utd og hann sagði hvern hann vill sjá taka við liðinu í sumar.Þátturinn er í boði White Fox (fyrir 18 ára og eldri) og Domino's (fyrir alla).

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net