Fantabrögð - Fastir liðir eins og venjulega - a podcast by Fotbolti.net

from 2020-07-07T18:27

:: ::

Fantasy Premier League heldur áfram og Manchester United leikmenn eru heldur betur að gera það gott. Bruno Fernandes, Martial, Rashford og Greenwood skipta stigunum á milli sín í að því er virðist hverjum leik og nú er þetta bara spurning um hvaða þrjá af þessum þú ætlar að hafa í þínu liði.

Manchester City eiga frábæra leikjadagskrá framundan en fóru illa að ráði sínu gegn Southampton og töpuðu 1-0 þar sem þeirra helstu Fantasy karlar fengu 1 stig hver.Tottenham líta illa út og við ætlum ekki að líta fram hjá Wolves þrátt fyrir tap um helgina.

Í íslenska boltanum er landslagið svolítið ófyrirsjáanlegra. Fjöldi leikja er óreglulegur meðan sum liðin sitja í sóttkví og því þurfum við enn frekar að treysta á stig frá þeim leikmönnum sem spila. ÍA stimpluðu sig heldur betur inn í leikinn aftur í draumaliðsdeild Eyjabita meðan Valskonur afhenda þægileg stig í hverri umferð í 50 skills deildinni.Allt þetta og meira til í nýjasta þættinum af Fantabrögðum!

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net