Heimavöllurinn - Túr, bros og takkaskór - a podcast by Fotbolti.net

from 2023-02-23T12:44

:: ::

Kynin er líffræðilega ólík en lengst af hefur lítið tillit verið tekið til þess er kemur að þjálfun í íþróttum. Flestar íþróttarannsóknir hafa verið miðaðar að körlum og íþróttabúnaður að mestu hannaður fyrir karllíkamann. Þetta er þó að breytast og mikil vitundarvakning er að eiga sér stað. Þema Heimavallarins að þessu sinni er þjálfun kvenna og gestir þáttarins sérfræðingar á því sviði. Það eru þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir. Báðar hafa þær kynnt sér þjálfun út frá ýmsum vinklum. Bára er bæði sjúkra- og knattspyrnuþjálfari og Katrín starfar sem styrktarþjálfari samhliða doktorsnámi í íþróttafræðum við HR.Þátturinn er sem fyrr í boði vina okkar hjá Orku Náttúrunnar og Dominos og við kunnum þeim bestu þakkir fyrir að styðja við umfjöllun um knattspyrnu kvenna.

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net