Heimavöllurinn: Varamaður úr KR keyptur fyrir metupphæð í Hruninu - a podcast by Fotbolti.net

from 2020-05-02T15:14

:: ::

Anna Björk Kristjánsdóttir var leggjalangur framherji í yngri flokkunum. Þegar hún var 18 ára gömul var hún ennþá varamaður í KR og hafði einungis spilað 11 leiki í efstu deild.

Hún gekk í gegnum mikinn missi sumarið 2008 sem hafði mikil áhrif á hennar næstu skref. Máni Pétursson sannfærir hana um að koma í miðlungslið Stjörnunnar og hún endar á því að spila 168 leiki fyrir Stjörnuna, vera goðsögn í Garðabænum og vinna sex stóra titla.Anna hefur síðustu fjögur tímabil spilað sem atvinnukona í Svíþjóð og Hollandi og stefnir á að spila á Íslandi í sumar.

Anna Björk fór yfir ferilinn með Huldu Mýrdal á Heimavellinum.Meðal efnis:- Uppvaxtarárin í Vesturbænum
- Engin áhugi að verða afreks fimleikakona- Risa yngriflokka þjálfarar
- Aðrir sem tóku fram úr í yngri flokkum- Olga Færseth hringir í U-16 þjálfarann
- Að æfa með A-landsliðinu í KR- Pirringur yfir litlum spilatíma
- Bróðurmissir og sorg- Af tilviljun sett í hafsent
- Máni sagður bilaður að kaupa varamann úr KR- Fer á fund með pabba sínum hjá miðlungsliði Stjörnunnar
- Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn- Ætlaði ekki að raka á sér lappirnar ef hún yrði Íslandsmeistari
- 17 ára Glódís úr HK/Víking stígur á tær- Doktor Big og Rússlandsferðirnar
- Mikilvægur U-23 ára landsleikur- 18-0-0 tímabil Stjörnunnar og öll markmiðin
- Blóðið rann hægt í litlu leikjunum- Tekin á fund fyrir að vera svart og hvítt með þriggja daga millibili
- Grétar Rafn kveikti á hausnum- Át gras í fyrsta A-landsliðsverkefninu
- Sjokkið að detta úr byrjunarliðinu korter fyrir EM- Afreksíþróttakona sem lærði á klukku í Svíþjóð
- Sandra Sigurðardóttir og þolinmæðin í landsliðsferðunum- Vöðvasöfnun og góð ráð
- Leiðtogahlutverið í Svíþjóð- Hungruð í fleiri landsleiki
- Deildin flautuð af út í Hollandi þegar PSV var á toppnum- Ætlar að spila á Íslandi í sumar

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net