Miðjan - Augnabliks fíflalæti og fyndnar sögur - a podcast by Fotbolti.net

from 2020-05-13T12:00

:: ::

Í lok ársins 1981 var knattspyrnufélagið Augnablik stofnað en lið þeirra vakti mikla athygli næstu árin fyrir almenn fíflalæti og uppákomur. Fræg er til dæmis sagan af því þegar reynt var að stofna félagið hjá ÍSÍ. Jón Orri Guðmundsson og Andrés Pétursson rifja upp gamla tíma í podcastþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net í dag.

Meðal efnis:- Stofnað í lok ársins 1981
- Ekki allir sáttir við stofnun félagsins- Gerðu í því að vera með fíflalæti
- Vildi láta liðið heita Kakó fyrst- Fyndið símtal til ÍSÍ
- Sendu vallarstjóranum póstkort í öllum ferðum- Leigðu flugvél í fyrsta leik á Hellissandi
- Óvæntar bókagjafir til andstæðinganna- Dreifðu karamellum til áhorfenda fyrir leik
- Mættu með lífverði á limósíum beint í leik gegn FH- Kölluðu gamla þjálfarann heim frá Danmörku til að tapa- Lögreglan handtók fyrirliðann á vellinum rétt fyrir leik
- Gáfu andstæðingunum fisk fyrir leik- Dómarinn rak annan línuvörðinn af velli í miðjum leik
- Spiluðu í sundbolum gegn Hildibröndum sem enduðu á pungbindum- Friðrik Þór hnýtti í þá í bók Einars Kárasonar
- Komu ríðandi á völlinn og á Traböntum- Markahrókurinn skipti á treyju við tvíburabróður sinn
- Gerðu menn brjálaða með því að sprengja upp ílu á árshátíð- Duttu í það milli leikja á vestfjörðum og skyrtan sem týndist
- Uppljóstrað hver skrifaði 'Fíflalæti á knattspyrnuvelli' í velvakanda- Stöðvuðu tillögu um fjölgun liða með gríntillögu um Monrad kerfið
- Fóru til Austurríkis og spiluðu upp á bjórkút- Þriðja liðið átti að heita Blix en var hafnað

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net