Miðjan - Damir upplifði mikið heimilisofbeldi - a podcast by Fotbolti.net

from 2020-04-21T12:00

:: ::

Damir Muminovic lenti ungur í því að faðir hans yfirgaf fjölskylduna og hefur ekki átt neitt samband við hann síðan. Hann upplifði mikið heimilisofbeldi á sínum yngri árum og leitaði mikið í djamm. Í gegnum fótboltann náði hann svo góðri reglu á lífinu. Damir segir sögu sína í podcastþættinum Miðjan hér á Fótbolta.net í dag.

Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi.Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Einnig er hægt að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallið 1717.is. 1717 er opið allan sólarhringinn og þar er hægt að ræða við sérþjálfaða ráðgjafa í nafnleynd og fullum trúnaði.
Sjá meira á vef lögreglunnarMeðal efnis:
- Æfa 2-3 saman úti á götu í dag- Berfættur í fótbolta í Serbíu
- Pabbi hans lét sig hverfa í skjóli nætur og kom aldrei aftur- Flutti 10 ára til Íslands
- Grenjaði á hverjum degi og vildi fara heim- Mikið heimilisofbeldi kærasta móður hans
- Þorði ekki að hringja í lögreglu eða segja frá- Slóst við ofbeldismanninn tvítugur
- Byrjaði ungur að drekka og oft settur í agabönn- Laug því að hann væri að vinna því hann nennti ekki á æfingu
- Varð tengdasonur Óla Kristjáns og náði sér á strik- Fór til Breiðabliks tímabilið sem Óli hætti
- Settur í agabann fyrir að fara edrú á Októberfest 2016- Missti móður sína úr krabbameini 2017
- Eignaðist foreldra úr Blikafjölskyldunni- Vildi ekki gervigras en er mikill stuðningsmaður þess í dag
- Pirrandi að Blikar misstu marga menn í fyrra- Miklar breytingar með komu Óskars Hrafns Þorvaldssonar
- Nýja leikkerfið hjá Breiðabliki- Líður vel í Serbíu en vill ekki flytja þangað með börnin
- Íhugaði að breyta nafninu í Damir Smári Muminovic

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net