Miðjan - Gummi Torfa valdi fótboltaferil fram yfir tónlistina - a podcast by Fotbolti.net

from 2020-04-27T12:15

:: ::

Guðmundur Torfason var í hljómsveitum með Mezzoforte strákunum og hefði getað orðið næsti Björgvin Halldórsson en valdi farsælan fótboltaferil framyfir það. Hann heillaði meðal annars Sir Alex Ferguson þegar hann skoraði þrjú, eða fjögur, mörk í sama leiknum á Old Trafford. Gummi Torfa fór yfir ferilinn í podcastþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net í dag.

Meðal efnis:- Uppvaxtarárin í Vestmannaeyjum
- Vildi ekki fara í frjálsar eins og pabbi hans- Valdi Fram þó pabbi hans hafi viljað KR
- Söngvari í hljómsveit Mezzoforte strákanna- Hefði verið næsti Björgvin Halldórsson
- Tekur kannski upp plötu í ellinni- Drukku Finlandia á heimleið úr unglingalandsliðsferð
- Skilinn eftir á flugvellinum og sagt að hann yrði aldrei aftur í landslið- Valdi fótboltann fram yfir tónlistina
- Spilaði á balli í stað þess að spila fyrsta bikarúrslitaleikinn- Sigur Fram gegn Rapid Vín við vondar aðstæður
- Sagði við Ásgeir Elíasson að hann ætlaði að skora 20 og jafnaði metið- Hvort viltu markamet eða Íslandsmeistaratitil?
- Í sýningatúr með Willie Reinke um alla Evrópu- Tæklaður illa á fyrstu æfingu í Belgíu en náði fram hefndum
- Í einkaflugvél með ítalska landsliðinu- Kýldur af Terry Butcher í fyrsta leik með St. Mirren
- Brjálaðir stuðningsmenn Celtic mættu á leik St. Mirren gegn Rangers- Í lögreglufylgd út á flugvöll heim í jólafríið
- Sagður hafa skorað úr 9 af hverjum 10 aukaspyrnum- Skoraði þrjú eða fjögur í sigri á Man Utd á Old Trafford
- Alex Ferguson vildi kaupa hann til Man Utd- Sleit krossband og eins og fílamaðurinn eftir nokkur andlitsbrot
- Ósætti St. Mirren þegar hann gaf kost á sér í landsleik gegn Frökkum- Mældur skotfastasti leikmaður Skotlands
- Hafnaði góðum samningi í Hong Kong og valdi Fylki í staðinn- Miðvörður síðustu árin á Íslandi
- Þjálfaraárin- Stjórnarstörfin og salan á Herði til Juventus
- Framboðið til stjórnar KSÍ- 19 marka klúbburinn

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net