Miðjan - Lárus Guðmunds um bikartitla, mútugreiðslur og fleira - a podcast by Fotbolti.net

from 2020-03-18T11:00

:: ::

Lárus Guðmundsson var á sínum tíma eldfljótur og brögðóttur markahrókur sem fékk mikið lof hjá mönnum eins og Sir Alex Ferguson. Hann var sigursæll, bæði Íslandsmeistari og svo bikarmeistari í Belgíu og Þýskalandi en var líka sakaður um mútur og átti í útistöðum við landsliðsþjálfara Íslands. Hann er gestur podcastþáttarins Miðjunnar á Fótbolta.net í dag.

Þátturinn í dag er í boði Boðleiðar. Með lausnum frá Boðleið er vinnustaðurinn þar sem þú ert, fullkomnar lausnir í fjarvinnu. Nánar er hægt að kynna sér málið á www.bodleid.isMeðal efnis:- Spilaði með landsliðinu gegn Man City og Englandi á Laugardalsvelli
- Deilurnar við Tony Knapp sem henti honum úr landsliðinu- Hann og Arnór 16 ára í framlínu Víkings
- Íslandsmeistaratitilinn 1981- Tæklingaæfing í klukkutíma með Middlesbrough
- Pfaff fiskaði hann útaf og kallaði hann íslenska aumingjann- Skoraði tvö og tryggði bikartitil í Belgíu
- Hræddur og flúði stuðningsmenn á hlaupum í bikarfögnuði- Sir Alex Ferguson kallaði Lárus stórsnjallan sóknarleikmann
- Lenti í mútumáli en var sýknaður- Þjóðhetja í Þýskalandi eftir sigur á Bayern í bikarúrslitum
- Ótrúleg endurkoma í Evrópuleik - 6 mörk í seinni hálfleik- Fyrir ofan Maradona á lista markahæstu manna
- Stærstu mistök ferilsins að fara til Kaiserslautern- Erfitt að sætta sig við að vera búinn á því
- Dómgreindarskortur að taka við þjálfun Víkings- Stofnaði KFG fyrir 12 árum en hætti í vetur
- Gat ekki verið sáttasemjari milli dómara og Sali Heimis Porca- Dómarar á landsbyggðinni fagna því að hann sé hættur

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net