Miðjan - Siggi Bond var neyddur til að ræna apótek í Amsterdam - a podcast by Fotbolti.net

from 2020-11-26T10:00

:: ::

Sigurður Gísli Snorrason varð Íslandsmeistari með FH árið 2015 en lífernið fór illa með hann. Fimm árum síðar fann hann botn í lífinu þegar hann mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam og var handtekinn. Hann sneri lífinu við, tók sig á og átti gott tímabil með Þrótti í Vogum í sumar og stefnir hátt í fótboltanum að nýju. Siggi Bond segir sögu sína í Miðjunni í dag.

Meðal efnis:- Hvaðan kemur gælunafnið Siggi Bond?
- Gekk illa að ráða við hann á mótum- Andrúmsloftið eftir úrslitaleikinn 2014
- Fyrstu leikir í meistaraflokki og titill með FH 2015- Skemmtilegt sumar með Pétri Péturs hjá Fram
- Er skemmmtilegra að klobba eða skora?- Mætti beint af djamminu á æfingar hjá ÍR
- Hætti eftir uppákomu um verslunarmannahelgina í eyjum- Í dagneyslu á kókaíni
- Hætti eftir einn leik með ÍR 2019 og fór enn dýpra í ruglið- Handtekinn í Amsterdam í febrúar
- Frelsissviptur í 36 tíma- Neyddur til að ræna apótek
- Beint í meðferð í Krísuvík- Stóð sig vel með Þrótti Vogum í sumar
- ÍBV vildi fá hann eftir tímabilið- Stefnir á að spila með FH aftur

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net