Miðjan - Stefán Logi: Strokubarnið sem samdi við Bayern Munchen - a podcast by Fotbolti.net

from 2020-04-07T12:00

:: ::

Stefán Logi Magnússon strauk að heiman 13 ára gamall og lýst var eftir honum í blöðunum. Rúmlega þremur árum síðar var hann orðinn atvinnumaður hjá Bayern Munchen. Ferillinn hans var þó eins og jójó því næstu árin var hann atvinnumaður en kom heim og spilaði í 2. og 3. deild áður en ferillinn fór á flug að nýju og hann varð atvinnumaður og landsliðsmarkvörður Íslands. Stefán Logi er gestur í podcastþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í dag.

Meðal efnis:- Strauk að heiman 13 ára og lýst eftir honum í blöðunum
- Samdi við Bayern Munchen 16 ára- Grjótharðar refsingar hjá Bayern
- Varð vinur Gerd Muller án þess að vita hver hann væri- Lothar Matthaus öskraði á hann á æfingu
- Vinskapurinn við Owen Hargreaves- Heppinn að missa ekki fótinn hjá Bayern
- Ottmar Hitzfeld lokaði á hann fyrir að svara ekki í símann- Saga um að hann hafi stolið peysu
- Byrjaði meistaraflokksferilinn á að slá út Ravelli- Æfði með danska landsliðinu fyrir HM 2002
- Spes tími hjá Bradford á Englandi- Hætti í fótbolta 23 ára og varð meðferðarfulltrúi í Svíþjóð
- Endaði óvænt með KS í 1. og 2. deild og féll fyrir félaginu- Seldur til Hvatar í 3. deild á háa upphæð fyrir einn leik
- Sló Stjána Finnboga út hjá KR- Tíminn með landsliðinu eftir að hafa gagnrýnt þjálfarann
- Liðsfélagi í Selfossi gekk útaf í miðjum leik- Lenti saman við Helga Sig eftir tap gegn FH í fyrra
- Er hann hættur í fótbolta?- Skjaldarmerkið á öxlinni

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net