Miðjan - Tómas Ingi Tómasson fer yfir ferilinn - a podcast by Fotbolti.net

from 2020-03-11T11:00

:: ::

Tómas Ingi Tómasson fór víða á fótboltaferlinum, var eini atvinnumaður Íslands í Austur Þýskalandi og náði flottum árangri hér á landi sem ytra. Eftir ferilinn breytti hann leiknum í fótboltaumfjöllun í sjónvarpi og fór svo í þjálfarastörf. Undanfarin ár hefur hann átt í erfiðri baráttu við heilsuna. Hann er gestur podcastþáttarins Miðjunnar á Fótbolta.net í dag.

Þátturinn í dag er í boði Boðleiðar. Með lausnum frá Boðleið er vinnustaðurinn þar sem þú ert, fullkomnar lausnir í fjarvinnu. Nánar er hægt að kynna sér málið á www.bodleid.isMeðal efnis:- Spilaði með pabba sínum í framlínu ÍBV
- Skipti um númeraplötur á lögreglubílnum- Drukku þrjú 2 lítra stígvél af bjór á dag í æfingaferðinni
- Atvinnumaður í Austur Þýskalandi þegar múrinn var að falla- Maður skotinn fyrir utan húsið hans
- Í stríði við kallana á hólnum í eyjum- Ekki hrifinn af klefaöskri Gauja Þórðar
- Stórundarleg æfing hjá Sogndal- Luka Kostic bannaði honum að taka skæri
- Einn af 10 mestu fávitum ævinnar í Raufoss- Dúxaði í nuddnámi í Noregi
- Heil vetrarvertíð á línubát til að geta strítt Heimi Hallgríms- Keypti sér veðhlaupahest í Noregi
- Datt í það þegar díllinn við Scunthorpe klúðraðist- Hafnað af ÍBV en fór í Þrótt og átti þátt í 21 af 27 mörkum
- Svikinn um 3 milljónir af Þrótti- Ranglega tekið af honum mark í úrslitaleik deildarinnar 2001
- Átti skilið betri framkomu frá ÍBV fyrir riftun samningsins- Blöskraði drasl þættir um fótbolta og bauð sig fram í Pepsi mörkin
- Sendi Eyjólfi Sverrissyni bréf og bað um að vera aðstoðarmaður hans- Rekinn frá HK tveimur dögum eftir lokaleik á EM
- Ósætti milli U21 og A-landsliðsins- Tók Jón Jónsson af lífi og fékk hann svo til að syngja fyrir sig
- Misheppnuð mjaðmaaðgerð og 8 mánuðir á sjúkrahúsi- Taldi sig af náð heilsu en endaði í tveimur aðgerðum í nóvember

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net