Ungstirnin - Gjöfin frá Nígeríu og ítalskur Messi - a podcast by Fotbolti.net

from 2023-09-04T11:44

:: ::

Þáttur númer 43 af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttarstjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein.

Í þessum þætti kynna þeir til leiks Bradley Barcola (2002) sem var nýlega keyptur frá Lyon til PSG á 45 milljónir evra. Einnig er kynntur til leiks Gift Orban (2002) en hann leikur fyrir Gent í Belgíu - sem Blikar munu mæta í Sambandsdeildinni - en Orban er búinn að vera gjörsamlega á eldi í Belgíu. Simone Pafundi (2006) er einnig kynntur til leiks en hann er yngsti A-landsliðsmaður Ítala í yfir 100 ár og leikur hann fyrir Udinese og minnir mikið á Lionel Messi oft á tíðum.Í þættinum er farið yfir uppáhalds félagsskipti Ungstirna sem áttu sér stað í sumar, 15 uppáhalds Ungstirni utan efstu 5 deilda Evrópu, Skandinavíuhornið góða, Kristian Hlynsson að gera góða hluti með Ajax og svo margt margt fleira.

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net