Ungstirnin - Heimsókn úr Breiðholti og íslensk ungstirni seld út - a podcast by Fotbolti.net

from 2021-01-13T11:20

:: ::

Ungstirnin er hlaðvarpsþáttur á Fótbolta.net þar sem aðaláherslan er lögð á umfjöllun um unga framtíðarleikmenn í boltanum.

Umsjónarmenn þáttarins eru Arnar Laufdal Arnarsson og Magnús Hólm Einarsson.Í þessum tólfta þætti er fjallað um Ilaix Moriba (Barcelona), Pierre Dwomoh (Genk) og Benoit Badashile (Mónakó)

Rætt var um félagaskipti ungra íslenskra leikmanna en Finnur Tómas, Karólína Lea og Sveindís Jane hafa öll verið seld út í atvinnumennskuna á síðustu dögum.Drengirnir búa báðir til úrvalslið úr leikmönnum sem eru fæddir árið 2003.

Í seinni hluta þáttarins koma Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, og Vuk Oskar Dimitrijevic, leikmaður FH, í heimsókn. Þeir voru báðir lykilmenn hjá Leikni sem komst upp í Pepsi Max-deildina í fyrra.Hlustaðu í spilaranum hér að ofan, á Spotify eða í gegnum Podcast

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net