Ungstirnin - Lærlingur Messi og treystum Heimi - a podcast by Fotbolti.net

from 2023-09-11T10:37

:: ::

Nýjasti þátturinn af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein.

Í þessum þætti kynna þeir til leiks Benja Cremaschi (2005) en þessi 18 ára miðjumaður hefur verið að gera frábæra hluti með Lionel Messi og félögum í Inter Miami. Fjallað er um Oscar Gloukh (2004) en hann var keyptur í janúar til Salzburg og er haldið að það sé ástæðan af hverju Hákon Haraldsson fór ekki til Slazburg í janúar.Dujuan Richards (2005) er einnig kynntur til leiks en þetta er leikmaðurinn sem Heimir Hallgrímsson sat undir gagnrýni fyrir að velja í A-landslið Jamaíka, en þessi leikmaður hefur nú skrifað undir samning hjá Chelsea.

Í þættinum er farið yfir hvað gerðist í þessum leiðinlega landsleikjaglugga, frammistaða helgarinnar, hvað var að frétta hjá yngri landsliðunum okkar, Stjarnan lang bestir í 2. flokki, Lamine Yamal að gera allt vitlaust með spænska landsliðinu, farið var aðeins yfir NBA og NFL og svo margt margt fleira.

Further episodes of Fotbolti.net

Further podcasts by Fotbolti.net

Website of Fotbolti.net