Fram og til baka 24. mars 2019 - a podcast by RÚV

from 2019-03-24T08:05

:: ::

Fram og til baka 24.03.2019 Umsjón Felix Bergsson Lag dagsins - söngvakeppnin, Hugur minn fylgir þér, Ólöf Jara Skagfjörð frá 2009 Fimman - Sólveig Jónsdóttir rithöfundur fjallaði um fimm staði sem hafa haft áhrif á líf hennar og birst í verkum hennar síðar en nýjasta bókin hennar, Heiður, kom út á síðasta ári og hefur fengið frábæra dóma. Þar fjallar hún um ástandið á Írlandi en það er einmitt einn staðanna sem Sólveig nefndi. Þetta voru staðirnir hennar Sólveigar: 1. heimahagarnir Galtarholt í Hvalfjarðarsveit en þar ólst Sólveig upp ásamt foreldrum og þremur systkinum. Öllum þessum árum síðar talar Sólveig enn um að skutlast heim þegar hún heimsækir foreldra sína í Galtarholt. 2. Akranes en þangað fluttist Sólveig 16 ára til að hefja nám í Fjölbrautarskólanum á Akranesi á náttúrufræðibraut. Hún lærði latneska fræðiheitið á öllum íslenskum varpfuglum, svona bara af því að það var ekkert í sjónvarpinu, eins og hún orðaði það. Henni þykir mjög vænt um Akranes 3. Reykjavik sem tók á móti Sólveigu 21 árs háskólanema sem nam stjórnmálafræði. Hún flutti í vesturbæinn og fann bæjarstemmninguna sem hún þekkti frá Akranesi. Að auki bjó hún í Breiðholtinu og hafði útsýni yfir borgina og sundin blá. 4. Írland en þar fann Sólveig góða tengingu og byrjaði að skrifa. Amma hennar hafði alltaf sagt henni af tengslum Íslendinga við Kelta og það blundaði í Sólveigu að kanna það nánar. Hún varð fyrir hugljómun þegar hún heimsótti hið fræga fangelsi Kilmainham gaol og sökkti sér niður í söguna af baráttu Íra fyrir sjálfstæði. 5. Edinborg í Skotlandi en þar stúderaði Sólveig þjóðernishyggju til MA prófs við Edinborgarháskóla. Hún var úti þegar hrunið varð og stofnaði fyrirtæki sem sá um veisluþjónustu. Svo hélt hún líka áfram að skrifa þó fyrsta bókin, Kortér, birtist ekki fyrr en nokkrum árum síðar. En það er önnur saga.. Umfjöllun - björgunarsveitin í Borgarnesi Brák, Elín Matthildur Kristinsdóttir Fréttagetraun, höfundur Árni Freyr Magnússon

Further episodes of Fram og til baka

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV