Árin 1948-1958 - a podcast by RÚV

from 2020-04-06T11:17

:: ::

Umfjöllunarefni sjöunda þáttar eru fréttir áratugarins 1948 - 1958. Fjallað er almennt um fréttalandslagið en jafnframt hugað sérstaklega að tveimur ákveðnum málum. Árið 1955 hlaut rithöfundurinn Halldór Kiljan Laxness Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Þá braust út stríð á Kóreuskaganum árið 1950 sem lauk þremur árum seinna með vopnahléi sem enn stendur yfir, því friðarsamningar hafa hingað til ekki náðst á milli Kóreuríkjanna tveggja. Gestir þáttarins eru Haukur Ingvarsson, Illugi Jökulsson, Kristrún Heimisdóttir og Ragnhildur Thorlacius. Umsjón hefur Marteinn Sindri Jónsson og tæknimaður er Hrafnkell Sigurðsson.

Further episodes of Fríhöfnin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV