Bananar á Kárahnjúkum : fyrri hluti - a podcast by RÚV

from 2020-04-06T11:05

:: ::

Álverið í Straumsvík hóf tilraunastarfsemi árið 1969 og markaði þar með upphaf stóriðjustarfsemi á Íslandi. Á þeim tíma snerist umræða um áhrif stóriðju ekki síst um ítök erlendra aðila, og þó náttúruverndarumræða hafi sannarlega spilað nokkuð hlutverk, þá var bygging álversins ekki síst fullveldisspurning, spurning um hvar valdið - í þessu tilfelli efnahagsvaldið - lá. Fjallað er um stöðu Íslands á 20. öld sem smáríkis sem þarf að hafa sig allt við til að sporna gegn erlendum áhrifum. Hugtakið bananalýðveldi, hefur gjarnan verið notað til að lýsa ríkjum sem illa geta spornað við áhrifum erlendra aðila og orð eins og nýlenda, hjálenda og dullenda eru stundum færð til bókar í tilraunum til að ramma inn stöðu Íslands í heiminum. Þessir þræðir verða raktir nánar í seinni þættinum sem verður ekki á dagskrá að viku liðinni heldur síðar í þessari þáttaröð. Fyrst og fremst er staldrað við þá staðreynd að bygging álvers á Íslandi árið 1970, ásamt öðrum stóriðjuframkvæmdum olli miklum deilum, einmitt fyrir þær sakir að eignarhaldið var erlent. Marteinn Sindri Jónsson ræðir við Ástu Kristínu Benediktsdóttur, bókmenntafræðing, Garðar Eyjólfsson vöruhönnuð, Guðmund Jónsson sagnfræðing, Söru S. Öldudóttur sýningarstjóra og Unni Birnu Karlsdóttur sagnfræðing. Þar að auki hljóma lestrar Karls Guðmundssonar frá árinu 1970 úr skáldverki Jakobínu Sigurðardóttur, Snörunni.

Further episodes of Fríhöfnin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV